Öxar var stofnað árið 2020 af Vigni Steinþóri halldórssyni og Ævari Rafni Björnssyni. Vignir er húsasmíðameistari og var einn af stofnendum verktakafyrirtækisins Mót-X. Hann hefur stýrt byggingu hundruða íbúða auk mikils fjölda atvinnurýma. Ævar er lögfræðingur sem hefur m.a. unnið hjá uppbyggingarsjóði EFTA, Utanríkisráðuneytinu og LOGOS. Á síðustu árum hefur hann stýrt fjölmörgum fasteignaverkefnum.
Öxar er með rúmlega 100 íbúðir í byggingu og þróun. Fyrsta verkefni félagsins er við Rökkvatjörn í Úlfarsárdal. Verkefnið samanstendur af 58 íbúðum af fjölbreyttum stærðum auk bílastæðahúss og tæplega 1.500 m2 af atvinnurýmum á jarðhæðum. Framkvæmdir við annað verkefni félagsins í Vogabyggð í Reykjavík eru þegar hafnar. Þar mun rísa 51 íbúð ásamt bílastæðahúsi.